Þjónustan okkar
Við byggjum á reynslu
Þakgarðar ehf. sérhæfa sig í þakpappalagningu á flöt og hallandi þök.
Við einsetjum okkur að vinna af fagmennsku og stuðlum að góðri heilsu starfsmanna og öruggu starfsumhverfi.
Við notumst við INDEX vatnsþéttidúka sem er ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka sem eru framleiddir til að draga úr vatnsálagi á m.a. húsþökum, bílastæðum og öðrum flötum.
INDEX þakpapparnir hafa hlotið viðeigandi gæða- og umhverfisvottanir og eru fáanlegir í ýmsum litum og áferðum.
Starfsmenn Þakgarða hafa hlotið vottun frá INDEX í lagningu þakpappa.
Við erum klár í samtalið um þínar þarfir
Heyrðu í okkur og fáðu ráðgjöf um hvað hentar þínum þörfum, annað hvort með símtali eða fyrirspurn hérna af síðunni.